Íþróttavika Evrópu

03.okt.2022

Vikan sem rann sitt skeið var tileinkuð íþróttum bæði á Íslandi og í Evrópu. Það var fjölbreytt dagskrá í FAS í vikunni af þessu tilefni og voru bæði nemendur og kennarar sem tóku þátt.

Vikan hófst með að skólinn ákvað að bjóða nemendum og starfsfólki FAS upp á frían hafragraut í morgunpásunni og var því vel tekið. Í hádegishléum var keppt í fótboltaspili og hafa bæði nemendur og kennarar átt lið. Á miðvikudagskvöldið var „snjóboltastríð“ í íþróttahúsinu þar sem bæði nemendur og kennarar sýndu snilli sína.

Á fimmtudagsmorgun var Viðar Halldórsson félagsfræðingur með fyrirlestur um hvernig félagsleg samskipti hafa áhrif á líðan og árangur. Í kjölfarið á fyrirlestri Viðars var blásið til badmintonsmóts í íþróttahúsinu sem gekk ljómandi vel.

Íþróttavikunni lauk síðan eftir kennslu á föstudag þar sem keppt var til úrslita í fótboltaspilinu. Þar urðu sigurvegarar þær Amylee og Selma Ýr og fengu að launum viðurkenningarskjal og kökubita frá Agnesi.

Þetta var skemmtileg vika og gefandi vika.

 

Aðrar fréttir

Útskriftarefni dimmitera

Útskriftarefni dimmitera

Það má segja að allt hafi verið á hvolfi í FAS í morgun. Ástæðan er sú að væntanleg útskriftarefni ákváðu að breyta hefðbundinni uppröðun í rýmum skólans og laga þar aðeins til. Þar var hugmyndflugið látið ráða og ekki verið að velta mikið hönnun innandyra fyrir sér....

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS fer fram laugardaginn 25. maí í Nýheimum. Athöfnin hefst að þessu sinni klukkan 12:30. Það verða útskrifaðir stúdentar og einnig nemendur úr fjallamennskunámi FAS. Allir eru velkomnir á meðan að húsrúm leyfir og við vonumst til að sjá sem...

Nýtt nemendaráð kynnt

Nýtt nemendaráð kynnt

Það er heldur betur farið að styttast í yfirstandandi skólaári og þá er ekki seinna að vænna en að fara að huga að næsta skólaári. Undanfarin ár hefur nemendaráð verið kynnt í lok skólaárs. Að þessu sinni kom eitt framboð og það því sjálfkjörið. Það eru þær Helga...